Monday, June 28, 2010

Asham-krullufyrirtækið styrkir liðið

Eftir nokkrar tölvupóstsendingar hefur fulltrúi kanadíska fyrirtækisins Asham nú staðfest að fyrirtækið mun styrkja íslenska krullulandsliðið með búningum og búnaði. Reyndar hefur ekki verið skrifað undir formlegan samning en þessi styrkveiting hefur verið staðfest og aðeins eftir að ganga frá nákvæmlega hvaða fatnaður og búnaður það verður sem liðið fær frá fyrirtækinu. Asham er einn helsti framleiðandi og seljandi þess búnaðar sem þarf til krulluiðkunar, þ.e. fatnaðar, skófatnaðar, kústa og ýmiss konar aukabúnaðar.

Þess má geta að Asham er meðal annars einn styrktaraðila silfurverðlaunaliðs Kanada í kvennaflokki á síðustu Ólympíuleikum og dönsku landsliðanna á Ólympíuleikunum.

Vefur Asham fyrirtækisins: http://www.asham.com/

No comments:

Post a Comment