Jens Kristinn Gíslason

Jens Kristinn Gíslason (1978) spilaði krullu fyrst á útisvelli undir lok 20. aldarinnar en hóf síðan reglulega iðkun vorið 2005 þegar hann stofnaði liðið Norðan 12 og tók þátt í Ice Cup. Hann stýrði því liði í nokkur ár og vann bronsverðlaun á Íslandsmótinu 2008 áður en hann gekk til liðs við Mammúta haustið 2008. Hann varð Íslandsmeistari með Mammútum 2009 og 2010 og hefur unnið til verðlauna á öðrum krullumótum hérlendis. Nú síðast vann hann til bronsverðlauna með liðinu Moscow á Ice Cup 2010. Jens var í liði Íslands (2) sem tók þátt í Evrópumótinu 2009 og endaði í 26. sæti af 30 þjóðum.