Sveinn H. Steingrímsson

Sveinn H. Steingrímsson (1969) hóf að spila krullu haustið 2005 með Görpum og vann þá Gimli Cup og náði 2. sæti á Akureyrarmótinu með liðinu. Vorið 2006 tók hann þátt í Ice Cup með liði sem hann og eiginkona hans stofnuðu og kallaði sig Svörtu pardusana, síðan lék hann um tíma með Bragðarefum. Sveinn varð Íslandsmeistari með Mammútum 2009 og 2010. Hann var í liði Íslands (v) sem tók þátt í Evrópumótinu 2009 og endaði þar í 26. sæti af 30.