Draumurinn er úti að sinni, peningaveskið er frekar fegið því að við unnum okkur ekki rétt til að leika í B-keppninni í Champery í Sviss í desember því það hefði kostað dágóða summu - eða mikla vinnu við að sníkja styrki.
Já, og talandi um styrki. Við viljum þakka öllum sem styrktu okkur og aðstoðuðu með peningaframlagi eða með öðrum hætti. Okkur langar til að nefna nokkra aðila sérstaklega.
Asham fyrirtækið í Kanada styrkti okkur myndarlega með skóm og fatnaði.
Líkamsræktarstöðin Bjarg á Akureyri gerði okkur auðveldara um vik að komast í gott form þó svo við hefðum sjálfir mátt vera duglegri að mæta í tíma þar. Við mælum hiklaust með Bjargi, þar er gott að vera.
Verkefnasjóður ÍSÍ styrkti okkur með myndarlegu fjárframlagi.
Önnur myndarleg fjárframlög komu frá Krulludeild SA, Akureyrarbæ, VISA/VALITOR, Norðurorku, Steypusögun Norðurlands, Ferro Zink og Roðasteini.
Calum MacNee og fyrirtækið hans, Rabbies (http://rabbies.com/) spöruðu okkur góðar summur í hótelkostnaði og krullulið Calums spilaði við okkur stuttan æfingaleik. Calum og kona hans, Linsey Alison, gáfu okkur einnig góð ráð og mættu tvisvar til að horfa á leiki okkar og styðja okkur til dáða.
No comments:
Post a Comment