Haraldur Ingólfsson (1963) byrjaði í krullunni haustið 2002. Hann varð Íslandsmeistari með Mammútum 2009 og 2010, en auk þess hefur hann unnið nokkrum sinnum til silfur- og bronsverðlauna á Íslandsmótinu, Ice Cup og öðrum krullumótum hérlendis. Haraldur hefur tvisvar tekið þátt í Tårnby Cup í Danmörku og tvisvar í afmælismóti Fenton's Rink í Englandi. Haraldur var í liði Íslands (1) sem tók þátt í Evrópumótinu 2009 og endaði þar í 26. sæti af 30.
Subscribe to:
Posts (Atom)