Kristján Bjarnason
Kristján Bjarnason (1957) kom inn í krulluna undir lok árs 2004 þegar hann ásamt fleirum stofnaði lið sem kallaði sig Sauði. Hann spilaði síðan um tíma með Fífunum og nú síðast Víkingum. Kristján var í liði Víkinga sem vann til silfurverðlauna á Íslandsmótinu 2008 og 2009 og á Ice Cup 2008, auk fleiri móta. Kristján tók þátt í Heimsmeistaramóti leikmanna 50 ára og eldri í Finnlandi 2008 þar sem Ísland náði þar 15. sæti af 18. Kristján var í liði Íslands sem tók þátt í boðsmóti Evrópska krullusambandsins 2008. Þá tók hann þátt í Tårnby Cup 2007.
Subscribe to:
Posts (Atom)